35. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, mánudaginn 5. febrúar 2024 kl. 09:30


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:30
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:30
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:50
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:30
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Sigþrúður Ármann (SigÁ) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 09:30

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) 584. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fundinn Jónu G Eyjólfsdóttur og Önnu K. Georgsdóttur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Kynntu þær málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 629. mál - barnaverndarlög Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á fundinn Önnu Tryggvadóttur frá mennta- og barnamálaráðuneytið. Hún kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 609. mál - tímabundinn stuðningur til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefnd var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Óli Björn Kárason, Ásmundur Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Magnús Árni Skjöld Magnússon og Sigþrúður Ármann.

5) Önnur mál Kl. 10:40
Engin önnur mál rædd. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00